Um okkur
Listform Reykjavíkur sérhæfir sig í gerð á nytja og hönnunnarvörum með verkum og formum eftir íslenska myndlistarmenn, svo sem glasamottum, púðum, silkislæðum, seglum, kortum og fl.
Elísabet Kvaran hafði það að markmiði að búa til stökkpall fyrir Íslenska myndlist í nútíma samfélagi svo sem flestir gætu notið hennar. Fékk hún þá hugmyndina að Listformi Reykjavík á haustdögum 2016. Listform er fjölskyldurekið fyrirtæki sem hingað til hefur eingöngu unnið með verk eftir Karli Kvaran listmálara.
Karl Kvaran fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð árið 1924. Eftir nám við einkaskóla Marteins Guðmundssonar og Björns Björnssonar, 1939-1940, og einskaskóla Jóhanns Briem og Finns Jónssonar, 1941-1942, stundaði hann nám við Handíða-og myndlistaskólann, 1942-1945, Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn og einkaskóla Peters Rostrup Bøyersen, 1945-1948. Karl Kvaran (1924-1989) er einn af brautryðjendum íslenskrar abstraktlistar í byrjun 6. áratugarins. Í fyrstu skapaði hann geometrískar abstraktmyndir en smám saman varð línan í verkum hans ljóðræn og frjálsari í samspili við öfluga litagleði. Karl, með sitt persónulega myndmál, er einn af fremstu abstrakt listamönnum á Norðurlöndum.
Útsölustaðir
Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir,
Reykjavík Marina hotel Mýrargötu,
S8107 ehf
571022-2220
Listform Reykjavík b/tElísabet Kvaran
elisabet@listform.is
+354 7812100
Grandavegur 1
107 Reykjavík